12.01.1917
Efri deild: 20. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í B-deild Alþingistíðinda. (842)

47. mál, bann við sölu og leigu skipa úr landi

Halldór Steinsson:

Jeg er ekki á sama máli og háttv. þm. Ak.(M.K). Málið er að vísu nýkomið á döfina. En jeg álit, að það þurfi ekki langan tíma til íhugunar. Þm. sagði, að hjer mundi engin hætta á ferðum, skipaeigendur mundu ekki vilja selja skip sín. En jeg er hræddur um, að það geti nú samt átt sjer stað. Jeg hefi heyrt, að sumir botnvörpungaútgjörðarmenn í Reykjavík vilji nú selja botnvörpunga sína. Vjer megum ekki við því, að missa skip vor út úr landinu, enda hafa aðrar þjóðir gjört samskonar ráðstafanir og hjer er um að ræða. — Jeg vil því fastlega mæla með þessu frumvarpi.