27.08.1917
Neðri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1356 í B-deild Alþingistíðinda. (1165)

76. mál, mjólkursala í Reykjavík

Frsm. (Einar Arnórsson):

Hv. Ed. hefir gert eina efnisbreytingu á þessu frv., sem allsherjarnefnd Nd. getur ekki fallist á. Í frv., eins og það fór hjeðan úr deildinni, var bæjarstjórn Reykjavíkur heimilað að banna alla sölu á mjólk á veitingastöðum og kaffihúsum. Þessa heimild vill hv. Ed. fella í burt. En allsherjarnefnd Nd. leyfir sjer að bera fram brtt., á þgskj. 598, um að taka þetta ákvæði aftur upp í lögin. Vona jeg, að háttv. Nd. líti á málið á sama hátt og allsherjarnefnd gerði.