08.09.1917
Efri deild: 51. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

1. mál, fjárlög 1918 og 1919

Frsm. fjárhagsnefndar (Halldór Steinsson):

Jeg er ekki lögfræðingur, en get þó ekki betur sjeð en þetta sje brot á bannlögunum, þar sem bitter þessi inniheldur 50% af alkóhóli, en slíka vökva er bannað að selja án lyfseðla. Mjer finst það ekki þurfa að koma neinu ofstæki við, hvort menn eru með eða móti þessu.

Þótt það sje ekki algengt, að menn hafi drukkið sig ölvaða í meðali þessu, þá býst jeg við, að miklar líkur sjeu til þess, að það verði notað í þeim tilgangi, ekki síður en aðrir vökvar, sem menn nú neyta í því skyni, þótt sumir þeirra geti engan veginn lystugir kallast.

Af því, sem enn er fram komið, hefi jeg ekki getað sannfærst um, að þetta sje ekki brot á bannlögunum, og get jeg því ekki greitt atkv. með till.