09.08.1917
Neðri deild: 29. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2111 í B-deild Alþingistíðinda. (2173)

138. mál, smíð brúa og vita

Fjármálaráðherra (B. K.):

Að eins örfá orð. Það er öðru nær en að stjórnin hafi á móti þessari till. En jeg vildi einungis geta þess, að það þarf að gera þessa smiðju þannig úr garði, þegar í upphafi, að hún geti fullnægt öllum okkar stórsmíðaþörfum.

Hitt er sjerstakt atriði, að smíða og gera við járnskip. Hjer er um mjög fjarskylt smíði að ræða, því að til skipasmíða þarf að hafa þurkví eða »slipp«, og væri óráðlegt fyrir landið að setja slíka smiðju á stofn.