16.08.1917
Efri deild: 32. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2131 í B-deild Alþingistíðinda. (2208)

154. mál, fóðurbætiskaup

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg lýsti yfir því þegar till. þessi var til umræðu í háttv. Nd., að landsstjórnin hefði ekkert við hana að athuga, og vil jeg endurtaka það hjer, svo að hv. Ed. sje það kunnugt. Landsstjórnin mun taka till. til greina, eftir því sem hægt verður, og kosta kapps um að fá henni framgengt. Er landsstjórnin nú að vinna að því, og má vænta, að það takist, ef ekki verða þeim mun meiri örðugleikar í vegi.