09.07.1917
Neðri deild: 6. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í C-deild Alþingistíðinda. (2530)

36. mál, verðhækkunartollur

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg ætla ekki að ræða efni málsins. Eftir því, sem mjer skilst, ætti það ekki að þurfa að tefja framgang málsins þótt það kæmi fyrir fjárhagsnefnd. Jeg skil ekki annað en allir geti verið sammála um, að nefndin verði fljót að athuga frv. Hún ætti að geta athugað það á morgun, og á miðvikudag mætti afgreiða það með afbrigðum. Með þessu móti mætti og athuga, hvort tiltækilegt væri að framlengja verðhækkunartollslögin að einhverju leyti. Þetta er ekki svo flókið, að fjárhagsnefnd gæti ekki verið tilbúin annað kvöld eða á miðvikudag. Hjer í deildinni hefir þegar komið fram talsverður meiningamunur um málið, og gæti því orðið örðugra að afgreiða það fljótt, ef þessi aðferð væri ekki höfð.