25.07.1917
Neðri deild: 17. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 407 í C-deild Alþingistíðinda. (2726)

87. mál, sala á ráðherrabústaðnum

Einar Jónsson:

Mjer kemur það dálítið kynlega fyrir, að þetta frv. skuli koma hjer fram. Þegar jeg kom fyrst á þing, þá var það talið bráðnauðsynlegt, að landið eignaðist ráðherrabústað, enda var því bráðlega komið í framkvæmd. En nú er komið annað hljóð í strokkinn; nú er farið fram á að selja bústaðinn. Sú kann að vera ástæðan, að ráðherrarnir eru nú orðnir fleiri, svo að húsið sje ekki nóg handa þeim öllum. En þá væri nær að setja upp hús handa þeim öllum. Hitt felli jeg mig ekki við, að húsið sje selt.