06.09.1917
Neðri deild: 53. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 479 í C-deild Alþingistíðinda. (2794)

107. mál, merkjalög

Sigurður Stefánsson:

Það voru að eins örfá orð. Jafnvel nú, er þó að nokkru er bætt úr ágreiningnum í landbúnaðarnefndinni, með brtt. á þgskj. 799, verð jeg að láta í ljós, að jeg álít best, að dagskrá hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) sje samþykt. Það er ekki við því að búast, að málið gangi fram á þessu þingi, og er þá rjett, að stjórnin athugi það, geri nauðsynlegar breytingar á frv. og undirbúi það undir næsta þing. Hún hefir nú fengið talsverð drög og bendingar, sjer til aðstoðar. Vil jeg því leggja til, að sú rökstudda dagskrá sje samþykt.