27.07.1917
Efri deild: 16. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í C-deild Alþingistíðinda. (2958)

86. mál, innheimta og meðferð á kirknafé

Sigurður Eggerz:

Jeg vil mæla með því, að málinu sje vísað til mentamálanefndar, enda mun sú nefnd lítið hlaðin störfum. Hins vegar allar aðrar fastanefndir mjög önnum kafnar. En verst er þó, að fastanefndirnar taka svo upp tíma manna, að aðalnefnd þingsins, sem er lausanefnd, bjargráðanefndin, fær aldrei nógan tíma til að vinna störf sín. Þessu vildi jeg leyfa mjer að skjóta til hæstv. forseta til athugunar.