09.08.1917
Neðri deild: 29. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1128 í C-deild Alþingistíðinda. (3521)

134. mál, veðurathugunarstöð í Reykjavík

Matthías Ólafsson:

Jeg hef ekkert við það að athuga, að þetta frv. er komið fram. Það gat aldrei liðið á löngu, áður en þessi hugmynd kæmi fram hjer á landi, með því að aðrar þjóðir kosta nú svo mjög kapps um að skygnast inn í leyndardóma náttúrunnar að þessu leyti. Samt hygg jeg, að þetta mál sje enn lítl hugsað hjer. Og lítið gagn mundi hjer að einni stöð, heldur þyrfti, eins og hv. flm. (J.B.) tók fram, að setja stöðvar á öllum andnesjum, og ekki nóg með það heldur þyrfti að koma á sambandi milli allra stöðvanna, annaðhvort með símalínum eða loftskeytum. Það er enginn vafi á því, að þetta mál verður að teljast einn liðurinn í menningu vorri, og sjerstaklega yrði það mikilsvert fyrir sjávarútveginn, eins og háttv. flm. (J.B.) tók fram; það er enginn vafi á því, að með slíkum stofnunum mælti oft koma í veg fyrir slys, með því að. með nokkurri nákvæmni má segja fyrir, hve nær stórviðri ber að og hvaðan þau koma; að vísu breyta fjöllin nokkuð stefnu vindanna, en við sjóinn má þó oftast marka leiðbeiningarnar.

Jeg tel því frv. mjög gott málefni, en þó því að eins gagn að því, að það verði að lögum, að komið verði á góðu sambandi milli stöðvanna, og um það verður að hugsa fyrst að gera sambönd milli væntanlegra stöðva á andnesjum, t. d. Langanesi, Horni og Reykjanesi, eins og háttv. flm. (J.B.) tók fram.