15.09.1917
Neðri deild: 61. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1159 í C-deild Alþingistíðinda. (3558)

188. mál, kjötþurkun

Einar Arnórsson:

Jeg skal að eins taka dæmi, er gæli sýnt, hve slík leyfi eru varhugaverð. Hugsum oss, að leyfishafi kaupi á fyrsta ári vjelar og tilfæringar, til að gera tilraunir með. Tilraunirnar hepnast ekki, og fyrirtækið er þá dauðadæmt, eða mjög óálitlegt með þessari aðferð. En svo finst ný aðferð, sem ekki getur komið að notum hjer, nema landssjóður kaupi gömlu tækin, og seljandi reynir auðvitað að koma þeim í hæsta veið, og er það eigi láandi. Afleiðingin sú, að landssjóður getur stórskaðast á slíkri leyfisveitingu.