03.08.1917
Neðri deild: 24. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í C-deild Alþingistíðinda. (3596)

97. mál, hámarksverð á smjöri

Flm. (Sigurður Sigurðsson):

Það er út af síðustu ræðu hæstv. forsætisráðh. í þessu máli, að jeg kveð mjer hljóðs. Það var viðvíkjandi skilningi hans á tillögunni. Í sjálfu sjer er till. einföld og glögg og segir það eitt, sem meint er með henni, sem sje að hámarksverðið á smjöri sje numið úr gildi nú þegar.

Úr því að jeg stóð upp, ætla jeg að leiðrjetta eitt í ræðu hv. 1. þm. Reykv. (J.B.). Hann skildi orð mín þannig, að jeg hefði sagt, að verðlagsnefndin hefði kent mönnum að fara í kringum hámarksverðið. Jeg sagði það ekki, heldur hitt, að einn úr nefndinni hefði kent mönnum, hvernig fara mætti kringum hámarksverð nefndarinnar.

Þá vil jeg um leið leiðrjetta misheyrn sama þingmanns (J.B.). Honum heyrðist jeg segja, að haun hefði gefið ranga skýrslu um gerðir verðlagsnefndar, en jeg sagði langa skýrslu, og eins og á stóð, óþarflega langa.