13.09.1917
Neðri deild: 59. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1307 í C-deild Alþingistíðinda. (3691)

182. mál, flutningsgjald á landssjóðsvörum

Forseti:

Út af ágreiningi þeim, sem orðið hefir um það, hvort heimilt sje, samkvæmt þingsköpunum, að bera undir atkvæði þær tillögur, sem fram eru komnar, þá leyfi jeg mjer að kveða upp þann úrskurð, að heimilt sje að bera upp til atkvæða þá tillögu, að vísa málinu til stjórnarinnar, samkvæmt 41. gr. þingskapanna, og verður sú tillaga þá að sjálfsögðu borin upp fyrst. Jeg verð sem sje að líta svo á, að ákvæði 41. gr. þingskapanna nái til allra mála, sem deildin hefir til meðferðar, hvort sem þau eru borin fram í frumvarpsformi, sem tillaga til þingsályktunar, eða sem fyrirspurn til landsstjórnarinnar. Það verður að álítast jafnheimilt að vísa hvaða máli sem er til stjórnarinnar, enda er ekki þar með gerð nein ályktun um efni málsins, sem hlýtur að vera átt við í 31. gr. þingskapanna, þar sem svo er ákveðið, að við umræðu um fyrirspurn megi enga ályktun gera. — Jeg ber því fyrst upp till. um það að vísa málinu til stjórnarinnar, en verði hún feld, kemur til álita, hvort heimilt sje að bera upp þær rökstuddu dagskrár, sem fram eru komnar.

Að loknum umræðum var málinu vísað til stjórnarinnar samkvæmt 41. gr. þingskapanna með 14:7 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: B.Sv., B.J., B.K., E.J., J.J., J.B., M.G., P.J., P.O., P.Þ., S.S., Sv.Ó., Þorl.J., Ó.B.

nei: E.A., E.Árna., G. Sv., M.P., M.Ó., S.St., St.St.

B.St. og J.M. greiddu ekki atkv.

Þrír þm. (H.K., Þorst.J. og Þór.J.) fjarstaddir.