27.08.1917
Sameinað þing: 5. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2319 í B-deild Alþingistíðinda. (3710)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. kjörbrjefanefndar (Jóhannes Jóhannesson):

Kjörbrjefanefndin hefir athugað kjörbrjef hins nýkosna þm. N.-Ísf. (S. St.), og hefir ekkert við það að athuga. Útskrift úr kjörbókinni er, af eðlilegum ástæðum, ekki komin enn þá, en nefndin leit svo á, að þar sem engar fregnir höfðu borist um misfellur á kosningunni og atkvæðamunur var stórmikill, ætti það ekki að vera því til fyrirstöðu, að kosningin yrði tekin gild. Nefndarmenn þeir 4, sem mættu á nefndarfundinum, leggja því einhuga til, að kosningin sje samþykt.

Var kosningin því næst undir atkvæði borin og samþykt með 30 shlj. atkv.