05.07.1917
Neðri deild: 3. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 799 í B-deild Alþingistíðinda. (388)

14. mál, fyrirhleðsla fyrir Þverá og Markarfljót

Gísli Sveinsson:

Að eins örfá orð út af aths. háttv. 2. þm. Árn. (E. A.). Jeg fæ ekki betur sjeð en að þetta mál sje að eins fjárlagaatriði, og byrjunin er þegar komin í fjárlögunum. En það, að frv. er fram komið um málið, mun vafalaust stafa af því, að ganga þarf frá þeirri hlutdeild, sem sýslufjelaginu er ætlað að taka í þessu. Þess vegna er till. um að vísa frv. til fjárveitinganefndar, sem borin var fram af háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) og studd af mjer, engin fjarstæða. Auðvitað getur háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) komið fram með þær brtt. um orðalag frv. eða þess háttar, sem hann hefir lyst til, eins og hver einstakur þm., enda þótt það fari ekki í þá nefnd, sem hann er formaður í (þ. e. allsherjanefnd), en efnisbreytingar býst jeg ekki við að nokkur leggi til, nema þá um þetta atriði einungis, þ. e. fjárveitinguna. Hins vegar má segja, að það komi fyrir eitt, hvaða nefnd sje falið málið, því að höfuðatriðið, fjárveitingin, kemur til umsagnar fjárveitinganefndar fyr eða síðar.