06.07.1917
Neðri deild: 4. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 838 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

16. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs

Einar Arnórsson:

Að eins örstutt aths., út af orðum háttv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) í gær. Það mátti skilja svo orð hans, að stjórnarráðið hefði hvatt embættis- og sýslunarmennina til að krefjast dýrtíðaruppbótar. Hafi orð hans falið í sjer þessa merkingu, eru þau ekki rjett. En hitt er rjett, að einn af skrifstofustjórunum leitaði fyrir sjer um óskir og kröfur embættismannanna í þessu efni. En það verður að standa á hans reikningi.

Frá starfsmönnum stjórnarráðsins kom óskorun um uppbót, en við það hefi jeg ekkert að athuga. Starfsmenn stjórnarráðsins hljóta að hafa rjett til umkvörtunar eins og aðrir starfsmenn landsins, ef launakjör þeirra eru ekki viðunanleg. Sem sagt ljet stjórnin málið afskiftalaust. Enn fremur ljet háttv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) sjer um munn fara hnútur til fjármálaskrifstofunnar um, að hún mundi ekki ganga eins vel fram í öðru og þessu dýrtíðauppbótarmáli. Kemur það ekki til mín að svara slíkum hnútum. Núverandi stjórn mun fullfær til þess, ef henni finst ástæða til.