27.07.1917
Efri deild: 16. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1060 í B-deild Alþingistíðinda. (656)

9. mál, sjúkrasamlög

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg er þakklátur háttv. nefnd fyrir undirtektir hennar undir þetta frv.

Jeg skal að eins taka það fram, að jeg held, að það væri skaðlaust, þó að ákvæðin úr 1. gr. laga nr. 39, 11. júlí 1911, um sjúkrasamlög, væru tekin aftur upp hjer í 2. gr., eins og gert er í frv.

Jeg veit ekki, hvort háttv. nefnd hefir athugað það, að það, sem hjer er felt burt, var sett hjer til þess, að þessi lög breyttu ekki að neinu um þau sjúkrasamlög, sem þegar eru skrásett, þótt þau að einhverju leyti kynnu ekki að uppfylla þessi lög. Það er ekki rjett að taka rjett af skrásettum fjelögum, og það er rjett að fyrirbyggja allan árekstur um þetta. Það má vera, að óþarft sje vegna þessa að hafa þetta ákvæði í byrjun 2. gr., en jeg vil beina því til háttv. nefndar að athuga þetta atriði, ef hún hefir ekki gert það.