25.05.1918
Neðri deild: 31. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (1369)

50. mál, kolanám í Gunnarsstaðagróf

Magnús Pjetursson:

Jeg þarf ekki að fjölyrða neitt um þessa brtt. á þgskj. 206. Hún er fram komin vegna þess, að háttv. bjargráðanefnd gleymdist að láta fylgja með þetta ákvæði um að heimila Strandasýslu ókeypis kolanám í þessari landareign, en það var nauðsynlegt að hafa í till. Þetta veit jeg, að háttv. bjargráðanefnd kannast við. (P. J.: Ómótmælt!).