18.05.1918
Neðri deild: 26. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1002 í C-deild Alþingistíðinda. (2264)

39. mál, framkvæmdir fossanefndarinnar

Fjármálaráðherra (S. E.):

Hv.fyrirspyrjandi (G. Sv.) hjelt áfram að tala um nefndarskipunina. Jeg fór lítið inn á hana, en það má deila óendanlega um það, hvort þessi maður eða hinn eigi að eiga sæti í nefndinni, og jeg er sannfærður um það, að þótt hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) hefði verið skipaður í nefndina, þá hefðu margir andmælt því og talið hann með öllu ófæran til slíkra starfa, og eins er það um hv. þm. N.-Ísf. (S. St.), (S. St: Hann þekkir sjálfan sig og hefði neitað því.), að þá hefðu ótal raddir heyrst um, að hann væri ófær til slíks; hann horfi svo smámunalega á alt, er fjármálum viðvíkur, að miklu betra væri að setja hann í einhverja smásiglda lúsaleit.

Orð og ummæli hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) um það, að stjórnin hafi í nefnd þessa valið eftir fylgispólitík við sig, lýsa skýrt og ljóst innræti og hugsunarhætti hins hv. þm. (S. St.). Og þáð er harla einkennilegt að láta sjer slíkt til hugar koma, þegar nefndina sitja þjóðkunnir menn, og þó býsnast sje yfir, að bróðir eins ráðherrans sitji í nefndinni, þá býst jeg við því, að það standi eigi lengi; menn sjá það áður en allir dagar eru taldir, að hann átti erindi þangað. Í tilefni af þessu skal jeg geta þess, að sýslunefnd Árnesinga sendi nefnd á fund stjórnarinnar og óskaði þess, að einhver þar eystra væri í nefndina valinn, og hvað var þá eðlilegra en að velja sýslumann þeirra, (S. S.: Það var ekki ætlunin.), og það því fremur, sem nefndina þurfti að sitja einhver lögfræðingur?

Hv. fyrirspyrjandi (G. Sv.) sagðist eigi skilja, hversu jeg talaði um málið í heild sinni, en auðskilið má það þó vera, því jeg tel hjer vera eitt stærsta mál þjóðarinnar, sem nauðsynlegt er að rannsaka sem vendilegast. Og er jeg sannfærður um það, að menn munu iðrast þess síðar, ef málið er illa rannsakað og hrapað að því með ljettúð og gáleysi. Slík mál sem þessi verður að rannsaka svo vel, að til fulls megi á því byggja, en það skiftir engu eða mjög litlu máli, hvort rannsóknin tekur mánuði lengri eða skemri tíma. Þetta vil jeg undirstrika vandlega.

Það væri synd að segja, að ræða hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) hefði komið nálægt efni því, er fyrir lá, en það var gaman að hlýða á ræðu hans, því hún var hljómmikil og málskrúðug, sem hans er vandi, er honum tekst vel. Hann var að tala um fjármálaráðherranagla, og það er bersýnilegt, að hann þráir það mest að geta sýnt það, að ráðstafanir mínar sjeu óheppilegar. pví var það fyrsta verk hans nú á þinginu að fá setta rannsóknarnefnd til að rannsaka gerðir mínar, og var mjer einungis ánægja að því. En það fór öðruvísi en hv. þm. (S. St.) hafði ráð fyrir gert; nefndin starfaði, og hún komst að þeirri niðurstöðu, að verk mín væru góð — hún staðfesti þau -— en aldrei hefi jeg sjeð hv. þm. (S. St.) jafnsvartan og dapran á brún og brá. En það er harla einkennilegt, að hv. þm. (S. St.) skyldi rísa upp með þetta á þessu þingi, því nú var lögð fram glögg og ítarleg greinargerð fyrir fjárhag landsins, en á síðasta þingi, þegar engin slík greinargerð var lögð fram, þá hreyfði hann sig ekki, heldur sat og þagði. Ætli þessi mismunur í framkomu hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) sje eigi af því sprottinn; að nú er annar fjármálaráðherra en þá var? (S. St.:

Jeg var ekki þingmaður í þingbyrjun þá). En kom nógu snemma til þeas, en þá var ekki nauðsynlegt að hugsa um fjármálin.(S. St.: Hver kom fyrst með naglann?). Vitanlega jeg. (M. P.: Náttúrlega) . Og var það ekki eðlilegt, að einmitt jeg, og það ber jeg undir hv. deild, kæmi fyrstur með það (benti til S. St.). (S. St: Hver er sjálfum sjer næstur).