18.05.1918
Neðri deild: 26. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1010 í C-deild Alþingistíðinda. (2272)

39. mál, framkvæmdir fossanefndarinnar

Forseti:

Við þessa umræðu hafa hjer í deildinni fallið orð, sem ekki geta talist alls kostar þinghæf, en jeg álít, að þau hafi fallið jafnt á báða bóga, og geti því vegið hvor upp á móti öðrum og fallist í faðma.

Út af því, að hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) kastaði því fram í ræðu sinni, að þingtíðindin frá þinginu 1917 mundu ekki verða komin út fyrir aldamót, þá vil jeg leyfa mjer að skýra frá, að jeg hefi fengið þær upplýsingar frá skrifstofu þingsins, að prentun þeirra væri nú lokið. Þá hefir hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) komið fram með rökstudda dagskrá, sem hljóðar þannig:

„Deildin lítur svo á, að landsstjórninni beri að hlutast til um, að störfum fossanefndarinnar verði lokið fyrir næsta reglulegt Alþingi, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá“.

Út af þessari rökstuddu dagskrá vil jeg benda á, að í 31. gr. þingskapanna er svo ákveðið, að við umræðu um fyrirspurn megi eigi gera neina ályktun, en þar sem jeg verð að álíta, að ályktun felist í þessari rökstuddu dagskrá, þá get jeg ekki borið hana upp.