04.07.1918
Efri deild: 57. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í B-deild Alþingistíðinda. (403)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Mjer kom til hugar, þó að mjer áðan láðist að geta þess, að skjóta því til háttv. þm. Ak. (M. K.), hvort ekki mundi heppilegra að bera dagskrá hans upp í tveim liðum, og bera þá síðari hlutann, frá „og í því trausti, að landsstjórnin líti svo á “ og út, upp sjer í lagi.