16.05.1918
Efri deild: 20. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í B-deild Alþingistíðinda. (439)

25. mál, lokunartími sölubúða í kaupstöðum

Halldór Steinsson:

Hjer er ekki um neitt stórmál að ræða, og skal jeg því ekki lengja umr. nema með örlítilli athugasemd.

Mjer fanst gæta talsverðra hártogana hjá háttv. þm. Ak. (M. K.).

Hann áleit það mundu draga gjald frá landssjóði, ef undanþágan fengist ekki. Það álít jeg geta ekki komið til greina. Tóbaks og sælgætis mun verða neytt jafnt eftir sem áður. Að eins mundu menn birgja sig upp á öðrum tímum.

Slíkar staðhæfingar eru því allkynlegar og þungmeltar, og sama er að segja um samlíkingu. háttv. þm. (M. K.) um túnasláttinn, sem ekki virðist heldur sem heppilegust.

Þá kvaðst hann hafa skýrt rjett frá

sjálfur, en vefengdi aftur á móti skýrslur mínar.

En um „visku“ mína í þessum sökum er það að segja, að hún er fengin frá stjórn Kaupmannafjelags Reykjavíkur, og hygg jeg mjer óhætt að skýra frá því hjer.

Var mjer skýrt svo frá, að 85 kaupmenn hafi verið á móti, en 5 eða 6 með, og var mjer boðinn útdráttur úr gerðabók fjelagsins, ef þetta yrði ekki tekið trúanlegt. (M. K.: Jeg mun þá reyna að leggja fram eitthvað á móti).

Jeg vil því að endingu láta þá ósk mína í ljós, að breytingar þessar gangi ekki eins greiðlega fram og háttv. þm. Ak. (M. K) hyggur.