18.06.1918
Efri deild: 46. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í B-deild Alþingistíðinda. (537)

32. mál, fræðsla barna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg vil leyfa mjer að vekja athygli háttv. frsm. (K. D.) á því, hvernig brtt. er orðuð. Hún hljóðar svo:

„Auk landssjóðsstyrks þess, sem um ræðir í fjárlögunum, 14. gr. B. XIII,

1.-2., skal greiða úr landssjóði 2/3 hluta af launahækkun kennaranna samkvæmt 1. gr.“.

Þetta er ómögulegt að misskilja. Hjer er ekki talað um þá hækkun, sem orðin er sumstaðar á laununum, heldur er miðað við laun þau, er fræðslulögin ákveða.