10.06.1918
Efri deild: 39. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 713 í B-deild Alþingistíðinda. (673)

93. mál, bráðabirgða útflutningsgjald

Forseti:

Jeg vil leyfa mjer, áður en gengið er til atkvæða, að skýra mismuninn á brtt. og frv., til þess að glöggva háttv. þingdm. atkvæðagreiðsluna.

Munurinn er sá, að frv. fer fram á, að leggja megi útflutningsgjaldið á vörutegund í heild sinni, en brtt. fer fram á, að gjaldið leggist að eins á þann hluta vörutegundarinnar, sem landssjóður tapar á.

Jeg get tekið sem dæmi, að ef markaðsverð á ull er 4 kr. kg., en ullin er metin sumstaðar á 5 kr., en á öðrum stöðum á 3 kr., þó meiri hluti ullarforðans metinn á 5 krónur, þá bíður landssjóður halla, og vill frumvarpið, til þess að vinna hann upp, leggja útflutningsgjald á allan ullarforðann, en brtt. vill leggja gjaldið að eins á þann hlutann, sem metinn er til hærra verðsins.

Sá er munurinn, og vil jeg spyrja hæstv. forsætisráðherra, hvort þetta sje ekki rjett.