15.06.1918
Efri deild: 45. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

75. mál, heimild til ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það hefir verið rjettilega tekið fram af háttv. flm. brtt. á þgskj. 359 (M.T.), að full þörf er á slíku lagaákvæði. Jeg lít svo á, að hugsanlegt sje, að einhver mótmæli yrðu bann gegn skipun innflutningsnefndarinnar, þótt enn hafi þau ekki fram komið, og væri þá gott að hafa slík lög sem þessi, til þess að ekki geti orkað tvímælis um skipun nefndarinnar. Stjórnin hefir að vísu litið svo á, að hún hefði fulla heimild til að setja ákvæði um vöruaðflutninga, en heyrst hefir, að einhverjir líti öðruvísi á það mál.

Niðurlag 2. gr. er aftur alnýtt ákvæði. Nú mun vera til umræðu í háttv. Nd. frv. um afnám verðlagsnefndarinnar, og væri slíkt ákvæði og þetta nauðsynlegt, ef það umgetna frv. nær fram að ganga. Og þótt verðlagsnefnd verði ekki afnumin, er full þörf á ákvæðinu Verðlagsnefndinni væri það kappnóg verkefni að ákveða verðlag á innlendri vöru.

Jeg verð að líta svo á, að frv. þetta sje þarft og gott og komi ekki í bága við neitt, sem nú er í lögum.