11.07.1918
Neðri deild: 68. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í B-deild Alþingistíðinda. (848)

109. mál, kaup landsstjórnarinnar á síld

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg hjelt, að jeg myndi ekki þurfa að bæta neinu við það, er jeg sagði áðan. Jeg hafði þegar svarað því, sem háttv. þm. N.-Ísf. (S. St.) talaði um. Jeg hefi sagt, að bjargráðanefnd standi til boða að sjá þau skeyti, sem hjer ræðir um. Þau skeyti eru þannig vaxin, að þau þurfa engrar skýringar frá hendi stjórnarinnar; hver sem les þau skilur þau.

Jeg sagði, að í frv. væri eitt atriði, sem jeg byggist við, að nauðsynlegt væri að ákveða með lögum, og mætti þegar af þeirri ástæðu ekki fella frv. nú.