20.09.1919
Efri deild: 61. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1432 í B-deild Alþingistíðinda. (1243)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Karl Einarsson:

Fyrstu grein þessa frv. hefir verið breytt í háttv. Nd. alveg á sama hátt og 1. gr. siglingalaganna, sem nú eru komin í sameinað þing. Nefndin lítur svo á, að rjett sje, að þessi frv. fylgist að, og hefir því verið borin fram brtt. við frv., enda er frv. miklu aðgengilegra, eins og við ráðum til að hafa það, en eins og Nd. samþykti það.

Að öðru leyti finn jeg ekki ástæðu til að rökstyðja till., leyfi mjer um það að vísa til fyrri ræðu minnar um þetta mál hjer í hv. deild.