22.08.1919
Efri deild: 37. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1755 í B-deild Alþingistíðinda. (1578)

113. mál, brúargerðir

Kristinn Daníelsson:

Þetta var ekki skilningur nefndarinnar. Stjórninni var að eins veitt heimild til að taka lán, en ekki gert að skyldu. Auðvitað hefir engum dottið í hug, að ef stjórnin eigi notaði heimildina, ættu allar brúargerðir að falla niður. Jeg verð, eins og hv. þm. Ak (M. K.), að halda fram, að verði lánið ekki tekið, verði að setja upphæðina í fjárlögin.