22.09.1919
Efri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í B-deild Alþingistíðinda. (174)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Magnús Torfason:

Til upplýsingar get jeg þess, út af styrk til Önnu Bjarnadóttur, að jeg hefi átt tal við föður háskólasjóðsins, og skýrði hann mjer frá því, að námstyrkur þessi væri ekki ætlaður próflausum mönnum.

Svo ætlaði jeg að leiðrjetta mishermi hv. 1. þm. Rang. (E. P.). Það varð ekki annað skilið af ræðu hans en jeg væri á móti 500 kr. styrknum til sjómannakenslu á Ísafirði. Jeg taldi 500 kr. smánarborgun, vildi, að Fiskifjelagið legði meira fram. Í öðru lagi sagði hann, að jeg væri með að fella upphæðina til Fiskifjelagsins, en það, sem jeg sagði um þá till. var ekki annað en það, að jeg vildi, að Fiskifjelagið bæri eitt ábyrgð gerða sinna, sendi mann utan, ef því fyndist það við þurfa ella ekki. Jeg tek þetta sjerstaklega fram af því, að jeg fullyrði, að þeirri stjett hafi aldrei orðið að gagni utanferðir sendimanns síns.