25.08.1919
Neðri deild: 44. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1846 í B-deild Alþingistíðinda. (1811)

134. mál, húsaskattur

Jörundur Brynjólfsson:

Það er ekki skemtilegt að þurfa að amast við þeim frv., sem miða að tekjuaukningu ríkissjóðs. En samt hefði jeg helst óskað, að ekki þyrfti að hækka þennan skatt að svo komnu. Jeg býst við, að þegar fasteignamatið er komið til framkvæmda, þá muni þetta gjald hækka allmikið. Og hefði jeg því óskað, að það biði þangað til. Auk þess er hjer ekki um neinn verulegan tekjuauka að ræða. Annars geri jeg ekki mikið úr þessu, og það kann að vera, að þessi hækkun verði ekki neitt afartilfinnanleg fyrir hvern einstakan mann.