29.08.1919
Neðri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1854 í B-deild Alþingistíðinda. (1825)

134. mál, húsaskattur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg bjóst ekki við þessari mótspyrnu gegn frv. þegar jeg samdi það. Jeg var að hugsa um að hafa gjaldið þrefalt, miðað við ábúðarskattinn. En til þess að vera viss um, að það væri ekki ósanngjarnt, hafði jeg það ekki hærra en tvöfalt. Nú eru goldnir 60 aurar af hverjum 150 kr. í fasteignum, en 75 aurar af hverjum 500 kr. í húseignum. Þetta er ekki sanngjarnt hlutfall. Þessi skattur af húsunum er reiknaður eftir brunabótaverði, en lóðirnar eru ekki taldar með. Lóðirnar eru verðmæti, sem ekki er talið til skatts. Jeg skal ekki segja neitt um það, hvort skatturinn mundi verða tekinn af leigjendum. En jeg hygg þó, að húsaleigunefndin sjái ekki ástæðu til að hækka húsaleiguna fyrir þennan litla skatt, 10 til 20 kr., sem legðist á húseign hverja.