27.08.1919
Efri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1919 í B-deild Alþingistíðinda. (1951)

68. mál, gjald af innlendri vindlagerð og tilbúningi á konfekti og brjóstsykri

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg hefi leitast við að fá mjer upplýsingar um, hve mikið af hráefni fari í 1 pd. af vindlum, og eftir því, er jeg hefi komist næst, mun það vera 2/3 úr pundi. Jeg leitaði að þessu í umræðunum um frv. 1907, en þar voru engar slíkar upplýsingar. Mjer finst það ekki skifta miklu, og tel það fremur rjettara að samþykkja brtt. hv. 4. landsk. þm. (G. G.) um tóbakið. Að öðru leyti verð jeg því miður að játa, að upplýsingar þær, sem jeg fjekk, eru ekki óbrigðular, en minna en af hráefni fara ekki í pundið af tóbaki.