10.09.1919
Neðri deild: 60. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (2042)

140. mál, landhelgisvörn

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get alls ekki skilið, hvað hv. þm. Borgf. (P. O.) getur haft á móti því, að það komi ljóst fram í frv., hvernig stjórnin eigi að haga sjer í málinu. Því þó það komi að nokkru leyti fram í frv., má taka það skýrar fram með því að samþ. brtt. háttv. þm. Stranda. (M. P.), eins og jeg hefi áður bent á. Annaðhvort er að kaupa skip, eða ef það fæst ekki, þá að leigja, og ef hægt er að fá smíðað skip, þá að leigja skip meðan hitt er í smíðum. Þetta er svo einfalt mál, hvað aðferðina snertir, að jeg skil ekki, hvers vegna hv. þm. Borgf. (P. O.) er að leitast við að flækja það.

En brtt. er miklu heppilegri enda verður hún líka að skoðast sem skipun til stjórnarinnar um framkvæmdir.