17.09.1919
Efri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2036 í B-deild Alþingistíðinda. (2183)

144. mál, þingfararkaup alþingismanna

Kristinn Daníelsson:

Í nefndinni fekst ekki samkomulag um annað í þessu máli en að borga ferðakostnað samkvæmt reikningi.

Mjer finst síður en svo, að nein bót eða sanngirni sje að brtt., sem fram eru komnar á þgskj. 848, þar sem ætlast er til að færa kaupið niður í 8 og 10 kr. úr 12 kr., sem það nú er í frv., og getur það orðið rúmar 20 kr. með dýrtíðaruppbót, sem er fjarri því að vera of hátt, ef borið er saman við það, sem lengst af hefir verið. Það var frá upphafi 6 kr. eða þrefalt við almenn daglaun þá. Nú eru daglaun ekki minni en 10 kr., og mætti því þingfararkaupið eftir sama hlutfalli vera jafnvel 30 kr. nú.

Að öðru leyti hefi jeg ávalt getað sætt mig við það, að Reykjavíkurþm. væru dálítið lægri en hinir. Jeg get líka sætt mig við það, að breytingin komi ekki fyr en á næsta þingi, þó þm. nú eigi reyndar sömu sanngirniskröfu og þeir sem koma. En jeg get, samkvæmt því, sem jeg nú hefi tekið fram, ekki mælt með annari brtt. en brtt. á þgskj. 850.