17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2337 í B-deild Alþingistíðinda. (2641)

163. mál, rannsókn skattamála

Fjármálaráðherra (S. E.):

Nú hafa allir, sem talað hafa, látið uppi, að tilætlunin væri ekki að setja milliþinganefnd í eiginlegum skilningi í þetta mál. Jeg sje þá ekki, að nefndin ætlist til, að stjórnin fari öðruvísi að í málinu en hún hefir þegar tilkynt. Og sje jeg ekki annað en að till. sje alveg óþörf, því óhætt hefði verið fyrir stjórnina að taka fje án heimildar til framkvæmda í málinu. — Stjórnin hefir haldið öllu þessu fram áður við umr. um fjárlögin, og ekki verið haldið neinu nýju að henni í málinu.