07.07.1919
Neðri deild: 2. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (2826)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg leyfi mjer að leggja fyrir háttv deild:

1. Frv. til fjárlaga 1920 og 1921.

2. — fjáraukalaga 1916–1917.

3. — til fjáraukalaga 1918–1919.

4. — til laga um samþykt á landsreikningunum 1916–1917.

5. — til laga um framlenging á gildi vörutollslaganna.

6. — til laga um framlenging á gildi laga nr. 40, 26 okt. 1917, um bráðabirgðahækkun á burðargjaldi.

7. — til laga um bráðabirgðainnflutningsgjald af síldartunnum og efni í þær.