24.07.1919
Neðri deild: 15. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í C-deild Alþingistíðinda. (2948)

83. mál, hvíldartími háseta

Bjarni Jónsson:

Jeg vildi að eins fá skýringu hv. flm. (J. B.) á því, hvers vegna hjer eru ekki nefndir aðrir sjómenn en botnvörpuskipa. Eru þá þeir, sem stunda fiskveiðar á mótorbátum og síldarskipum, undanteknir, og svo þeirra útgerðarmenn? Mjer er ekki ljóst, að þeir sjómenn þurfi minni hvíld en aðrir. Eða á að láta þá sæta verri meðferð?