28.07.1919
Efri deild: 16. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 618 í B-deild Alþingistíðinda. (304)

33. mál, tollalög

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vil út af ræðu hv. 2. þm. G.-K. (K. D.), mæla eindregið á móti því, að dregið verði úr hækkuninni á tóbakstollinum.

Jeg tel engan tekjustofn færari um að bera háan toll en t. d. vindla, sem er fullkomin óhófsvara. (K. D. : Mætti greina sundur).

Sama er að segja um annað tóbak, það er hrein og bein óþarfavara.

Það er talið mæla með láguni tolli að gamalmenni geti ekki án tóbaks verið. — En svo er um alla tolla, að þeir koma einhversstaðar hart niður.

Tóbak er óhófsvara, og þarf því ekki að hafa samvisku af að hækka tollinn á því enda er það tollað mjög hátt annarsstaðar í heiminum.

Væri óverjandi að fara að lækka tollinn á því, þegar verið er að seilast til þess, að tolla fullkomnar nauðsynjavörur.

Vona jeg, að þessi hv. deild fallist alls ekki á, að till. stjórnarinnar um hækkun á tóbakstollinum verði færðar niður, enda myndi hv. Nd. taka það mjög illa upp.