20.08.1919
Neðri deild: 40. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í C-deild Alþingistíðinda. (3459)

58. mál, útibú Landsbanka Íslands á Vopnafirði

Frsm. (Hákon Kristófersson):

Jeg hefi ekkert að segja fyrir hönd nefndarinnar annað en það, sem stendur í nál. á þgskj. 301. Einn nefndarmanna hefir skrifað undir það með fyrirvara, og mun hann við þessa umr. gera grein fyrir, hvernig á því stendur.

Um till. á þgskj. 96 er það að segja, að nefndinni virtist ýmislegt mæla með því, að stofnsett væri útibú á Húsavík. En þó nefndin liti nú svo á, þóttist hún ekki geta gert það að till. sinni, eins og nú stendur, að útibú væri fremur sett þar á stofn en á Vopnafirði, eða öðrum þeim stöðum, er til mála hafa komið. Jeg vænti þess, að bankastjórnin setji þetta útibú á stofn og önnur, sem þörf er á, þegar hentugleikar leyfa, en hún er best fær að dæma um, hve nær það verður. — Jeg finn svo ekki ástæðu til að segja fleira að sinni um mál þetta, nema ef andmæli koma á móti till. nefndarinnar.