25.07.1919
Neðri deild: 16. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1110 í C-deild Alþingistíðinda. (3679)

80. mál, sérleyfi til hagnýtingar á orkuvötnum og raforku

Bjarni Jónsson:

Út af því, sem háttv. flm. (Sv. Ó.) nefndi, má benda á, að við ætlumst til, að það yrði lagt fyrir þing, ef maður sækir um að virkja meira en 5 þús. hestorkur. En jeg er efablandinn um, hvort það eigi að koma til þingrofs út af því. Jeg álít, að það sje lítil trygging í því. Ef viðsetjum svo, að þingið neiti þessu leyfi, þá verður það rofið og stofnað til nýrra kosninga. Þá er ekki óhugsandi, að þjóðin leyfi það. En ef hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) vill leggja til, að þing skuli rofið, ef það veitir leyfið, þá get jeg verið honum samferða. í því fælist óneitanlega mikil trygging, en ekki í hinu, að rjúfa þing, hvort sem það neitar eða játar.