21.08.1919
Neðri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1168 í C-deild Alþingistíðinda. (3758)

131. mál, bæjargjöld í Reykjavík

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Mjer dettur ekki í hug að rengja ummæli hv. þm. (B. J.), eða efast um, að hann hafi þetta rjett eftir. En hafi niðurjöfnunarnefnd þóst gera þetta, fer hún með rangt mál í sumum atriðum. Enda gat niðurjöfnunarnefndin ekki lagt á aukaútsvör eftir þessu frv., því hana hefir vantað einmitt þann grundvöll fyrir niðurjöfnuninni, sem þetta frv. byggist á, sem sje tekjuskattskrá. Jeg segi alls ekki, að mælikvarði frv. sje rjettlátur. Jeg fyrir mitt leyti vildi hafa ýmislegt öðruvísi. (B. Sv.: Er frv. ekki óbreytt, eins og það kom frá bæjarstjórn?). Jú. (B. J.: Sama uppagið).