08.07.1919
Efri deild: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 903 í B-deild Alþingistíðinda. (596)

16. mál, brunabótafélag Íslands

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Lögin, sem frv. þetta gerir breytingar á, eru ekki gömul. En það verður oft um ný lög, að reynslan leiðir fljótt í ljós, að sumt mætti betur fara. Frv. er borið fram samkvæmt till. stjórnar Brunabótafjelags Íslands. Breytingarnar fara helst í þá átt, að ljetta undir með tryggingu á lausafje. Að öðru leyti vísa jeg til greinargerðar við frv. Það er till. mín, að málinu verði vísað til allsherjarnefndar.