16.08.1919
Efri deild: 32. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 910 í B-deild Alþingistíðinda. (627)

18. mál, fasteignamat

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Um aðalástæðurnar fyrir frv. þessu vil jeg leyfa mjer að vísa til nál. á þgskj. 359, en vil um leið geta þess, að brtt. á þgskj 360 eru gerðar í fjelagi af landbúnaðarnefndinni og hæstv. stjórn og með fullkomnu samkomulagi. — Jeg vil taka það fram að frá Búnaðarfjelagi Íslands kom áskorun um skipun yfirmatsnefndar, og óskir um hið sama hafa borist víðs vegar að.

Jeg hefi orðið var við, að mál þetta hefir mikið fylgi í þinginu, og sje jeg því ekki ástæðu til að fara frekar út í það.