08.07.1919
Neðri deild: 5. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 969 í B-deild Alþingistíðinda. (738)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg gat þess áðan, í ræðunni um fjárhaginn, að aukin útgjöld samkvæmt þessu frv. næmu kr. 653.462.42. og tók þá jafnframt fram, hve mikið væri þegar búið að greiða af þeim gjöldum.

Jeg skal ekki fara langt út í þetta frv., en að eins drepa á helstu liðina, sem eftir er að framkvæma. Er þar þá fyrst tillaga um nýtt skólahús á Hvanneyri í stað þess sem brann, og nýtt hús við heilsuhælið á Vífilsstöðum. Þá er farið fram á fje til brúar á Norðurá í Skagafirði. 30 þús. kr., en jeg hygg, að það verk komi ekki til framkvæmda á þessu ári og muni því mega draga það út af fjáraukalögunum 1918–1919, en þá verður það að koma í fjárlögin 1920–1921. Því að þessi brú mun vera næsta nauðsynleg.

Skal jeg svo ekki orðlengja frekar, en vænti að frv. verði vísað til fjárveitinganefndar að lokinni umræðu.