17.09.1919
Efri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1093 í B-deild Alþingistíðinda. (877)

40. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg ætla að eins að gera dálitla athugasemd við 2. brtt. á þgskj. 849. Mjer finst óviðeigandi, að ríkissjóður borgi dýrtíðaruppbót, ekki eingöngu af sínum hluta launanna, heldur og af þeim hluta, sem bæjarsjóður leggur til.

Jeg er hræddur um, að þessi brtt. mæti mótspyrnu í háttv. Nd. Og þar eð nú er orðið mjög áliðið þingtímann, væri mjög óheppilegt, ef misklíð yrði milli deildanna um þetta.

Jeg legg því til, að þessi brtt. verði ekki samþykt, og mun greiða atkvæði á móti henni.