17.09.1919
Efri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1095 í B-deild Alþingistíðinda. (879)

40. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Guðmundur Ólafsson:

Jeg ætla að eins að taka fram, út af því, sem háttv. 2. þm. G-K. (K. D.) sagði um 1. brtt. nefndarinnar, að jeg get ekki betur sjeð en að hún geti staðið eins og hún er, því þó að í þessari grein sje ekki tekið fram, um hvaða nefndir sje að ræða, er það gert rjett á undan, í 2. gr.

Háttv. 2. þm. G.-K. (K. D.) er að reyna að skýra þetta fyrir mjer, en jeg get samt ekki betur sjeð en að þetta geti vel staðið eins og það er.