20.09.1919
Neðri deild: 69. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1097 í B-deild Alþingistíðinda. (887)

40. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Frsm. (Þorsteinn Jónsson):

Breytingar þær, sem háttv. Ed. hefir gert á frv. þessu, eru í fyrsta lagi við 1. gr, að stúdentar, sem auk stúdentsprófs hafa lokið prófi í uppeldisfræði og kenslufræði, hafi sama rjett til að kenna við barnaskóla og þeir, sem kennarapróf hafa.

Þá er önnur breytingin, við 13. gr. frv. að dýrtíðaruppbót öll skuli greiðast úr ríkissjóði, og er það samkvæmt því, sem launanefndin setti í fyrstu. Hún hefir því enga ástæðu til að vera á móti þessum breytingum, en leggur til, að frv. verði samþykt óbreytt eins og það kom frá Ed.