27.02.1920
Neðri deild: 17. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 188 í C-deild Alþingistíðinda. (1112)

55. mál, lánsheimild til ostagerðarbús

Frsm. (Stefán Stefánsson):

Nefndin mintist lítillega á, hvort lánið skyldi veitt úr ríkis- eða viðlagasjóði, en tók enga afstöðu í því, en ætlaði stjórninni að ákveða það. Sje ekki til fje í viðlagasjóði, þá verður lánið að veitast úr ríkissjóði, því lánveitingin verður að teljast koma til almennra nota, þar sem hjer er um að ræða nýja og álitlega atvinnugrein. Um þá sjerstöku tryggingu fyrir láninu áleit nefndin, að landsstjórnin yrði ein að ráða því, hvaða tryggingar hún tæki eða teldi nægilegar.