28.02.1920
Efri deild: 18. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í B-deild Alþingistíðinda. (211)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Björn Kristjánsson:

Það kann að þykja undarlegt, að jeg kem nú með till. um, að Hafnarfjörður fái sjerstakan þingmann. Hv. samþingismaður minn (E. Þ.) flutti till. í Nd. í morgun, en hún var feld þar. Þess vegna flyt jeg hana hjer nú. Jeg efast ekki um, að Hafnarfjörður eigi sanngirniskröfu til að hafa sjerstakan þingmann. Hann er þriðji kaupstaður í röðinni að fólksfjölda; það er einnig ósk bæjarbúa, að þeir fái hann. Jeg efast ekki um, að háttv. deild sjái sanngirni kröfunnar. Jeg vil alls ekki, að till. spilli fyrir þingmannafjölguninni í Reykjavík. Jeg vona, að hv. deild verði mjer samdóma, þar sem það er kunnugt, að kaupstaður, eins og til dæmis Seyðisfjörður, er hefir helmingi færri íbúa en Hafnarfjörður, hefir sjerstakan þm.

Kaupstaðir hlíta alt öðrum sveitarstjórnarlögum og hafa miklu margbrotnari atvinnugreinar en sveitir.

Jeg skýt því undir sanngirni deildarinnar, hvort hún vilji taka kröfuna til greina eða ekki.