13.02.1920
Neðri deild: 3. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í B-deild Alþingistíðinda. (255)

10. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Forsætisráðherra (J. M.):

Frv. þetta er einnig komið fram eftir till. frá Alþingi. Nd. samþ. till. um það á síðasta þingi, að stjórninni eðlilegast að bæta þóknun þeirra þing frv. um bætt kjör hreppstjóra. Fanst stjórninni eðlilegast að bæta þóknun þeirra á sama hátt eins og laun annara starfsmanna landsins, þó það sje annars ekki samrýmanlegt, þar sem annað er þóknun, en hitt laun fyrir fullan starfa. Ekki er víst, að hv. deild geðjist að þessu frv., en athugar það vonandi og gerir því þau skil, sem hún álítur best. Undir hvaða nefnd þetta verður lagt liggur mjer í ljettu rúmi. Mætti kann ske vísa því til allsherjarnefndar. (P. J.: Fjárhagsnefndar). Mjer finst málið ekki eiga heima í fjárhagsnefnd. (P. J. : Fjárveitinganefnd). Hygg rjettara að vísa því til fjárveitinganefndar.